Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6947 svör fundust

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

Nánar

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

Nánar

Geta kettir verið andvaka?

Þeir sem eru andvaka þjást af svefnleysi og vaka um nætur. Svefnleysið getur verið tímabundið og varað eina nótt eða síendurtekið og þrálátt. Orsakir svefnleysis hjá mönnum geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna verkja frá stoðkerfi, hitakófs á breytingaskeiði, tíðra næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lu...

Nánar

Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?

Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...

Nánar

Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?

Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn. Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

Nánar

Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?

Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit. Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið sko...

Nánar

Hvað er Kínamúrinn mörg hænufet?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hversu langt hænufetið er, og í lok svarsins verður gert ráð fyrir að það sé 3 cm. Hitt er svo annað mál að hænur geta tekið löng skref, til dæmis þegar þær hlaupa hratt og eru að flýta sér, þær geta meira að segja lyft sér aðeins á loft með vængjunum þó að þær fljúgi ekk...

Nánar

Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?

Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...

Nánar

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...

Nánar

Af hverju dó dódó-fuglinn út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann? Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?

Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt ...

Nánar

Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum?

Orðið herbergi er tökuorð í norrænum málum, sennilega úr miðlágþýsku herberge í merkingunni 'gistihús'. Heimildir um orðið eru einnig til í fornsaxnesku og fornháþýsku heriberga. Í háþýsku er orðið Herberge notað um gististað, t.d. er þýska orðið yfir farfuglaheimili Jugendherberge (Jugend 'æska, æskumenn'). Talið...

Nánar

Fleiri niðurstöður